Rúmgóð og björt herbergi

Ferðaþjónustan að Hunkubökkum hefur upp á að bjóða gistingu í tveggja til þriggja manna herbergjum og smáhýsum, með sér eða sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergin eru með björtum innréttingum og er frítt Wi-Fi á sameiginlegum svæðum. Smáhýsin eru frá 25fm – 30fm að stærð og hafa huggulega verönd.

Herbergin eru í stuttri göngufjarlægð frá veitingastaðnum þar sem gestir geta notið morgun- og/eða kvöldverðar eða slakað á með heitan eða kaldan drykk í setustofu okkar eftir ævintýri dagsins.

Hunkubakkar geta tekið á móti hópum, allt að 50 manns, í mat og/eða gistingu.

Vinsamlegast sendu bókanir og frekari fyrirspurnir á info@hunkubakkar.is