Á Hunkubökkum hefur verið stundaður hefðbundinn landbúnaður með sauðfé i gegnum aldir. I dag erum við með rúmlega 100 kindur, sem eru til ánægju fyrir ferðamenn og heimilisfólk – Afurðirnar eru síðan notaðar á veitngarstað Hunkubakka. Við bjóðum m.a upp á grillað lambakjöt og salat með kryddlegnu lambakjöti. Það má með sanni segja að kjötið komi beint frá býli.
Á vorin býðst okkar gestum að koma og upplifa sauðburðinn. Og einnig eru réttir að hausti þegar bændur ná í fé af fjalli. Yfir vetrartímann er féð inni og margir hafa gaman af að koma og sjá og fræðast um dýrin.