Forsíða

Gestgjafarnir á Hunkubökkum hafa ætíð lagt áherslu á trausta og persónulega þjónustu, góðan mat og vinalegt umhverfi.

Á Hunkubökkum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðan 1974.

Á jörðinni er stunduð ferðaþjónusta og sauðfjárbúskapur.

Við bjóðum gistingu í smáhýsum sem bæði eru með sér baði og eða sameiginlegu baði.

Í næsta nágrenni er sundlaug með heitum pottum, 9 holu golfvöllur, veiði og síðast en ekki síst stórbrotin náttúra sem bíður upp á margar mismunandi gönguleiðir með erfiðleikastigi fyrir alla.

Hunkubakkar á síðu eru við Lakaveg nr 206, 6 km vestan við Kirkjubæjarklaustur.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að Hunkubökkum.